Jólaóratoría J.S. Bach í Eldborg

Harpa

29. desember

Miðaverð frá

3.900 kr.

Tryggið ykkur miða á hrífandi stórverkið Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach sem flutt verður 29. desember nk. í Eldborg, Hörpu, í flutningi Mótettukórsins, Schola Cantorum, Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Reykjavík ásamt einsöngvurum í heimsklassa; Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran, Alex Potter kontratenór, Benedikt Kristjánssyni tenór, og Jóhanni Kristinssyni bassa. Konsertmeistari: Tuomo Suni. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson.

Jólaóratórían eftir J.S. Bach er án efa frægasta tónverk jólanna og er flutt um allan heim í aðdraganda jóla og segir söguna af fæðingu Jesú á einstaklega áhrifamikinn og hrífandi hátt.

Flytjendur eru Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík, Schola Cantorum og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Alex Potter kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins og einsöngsaríur ásamt því að stjórna kór og hljómsveit, og Jóhann Kristinsson bassi. Konsertmeistari er Tuomo Suni.

Með flutningi Jólaóratóríunnar gefur Listvinafélagið íslenskum tónleikagestum kost á að upplifa stórverk tónbókmenntanna í flutningi einvalaliðs hljóðfæraleikara sem hafa sérhæft sig í barokkflutningi og einsöngvara og kórs í fremstu röð. Fluttar verða kantötur I-III og V og tekur hver kantata u.þ.b. 30 mínútur í flutningi.

Tónleikarnir eru um 2 og 1/2 klst með hléi. Flytjendur eru alls um 100 - 70 manna kór, 27 hljóðfæraleikarar, 4 einsöngvarar og stjórnandi.

Mótettukórinn og Schola Cantorum syngja Jólaóratoríuna í fyrsta sinn saman en Mótettukórinn flutti verkið seinast árið 2021 í Hörpu. Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík flytur verkið nú í 6. sinn en barokksveitin, sem skipuð er afburða hjóðfæraleikurum bæði frá Íslandi og víða að úr heiminum, hefur ávallt fengið mikið lof fyrir leik sinn.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger