Lay Low á Haustgildi í Stokkseyrarkirkju

Stokkseyrarkirkja

7. september

Sala hefst

21. nóvember 2024, 06:29

()

Lay Low tónleikar á Haustgildi - menning er matarkista, Stokkseyrarkirkju 7.9.24 kl. 20 - 21.30

Alveg frá því Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, tók sín fyrstu skref í tónlist var alveg ljóst að þarna væri einstakur tónlistamaður á ferðinni. Hana þarf í raun vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún hefur verið áberandi afl í íslensku tónlistarlífi alveg frá því fyrsta sólóplata hennar kom út Please Don’t Hate Me árið 2006. Seiðandi melódíur spretta fram með söngrödd sem getur túlkað og fært hlustendum allar tilfinningarnar sem við manneskjurnar finnum fyrir.

Tónlist hennar er falleg popp blanda sem inniheldur áhrif frá blús, fólk tónlist og ameríkana og kántrí og hefur hún hlotið ýmis verðlaun fyrir. Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímu verðlaun fyrir tónlistina í leikritinu Ökutímar þar sem hún lék og spilaði. Hún hefur gefið út fjölda sólóplatna, og líka gefið út tónlist og spilað með hljómsveitinni sem hún kom fyrst fram með Benny Crespo’s Gang.

Lovísa sýndi svo og sannaði enn hæfileika sína í ógleymanlegi lag sínu Með hækkandi sól þar sem fór saman falleg melódía og meitlaður texti sem vann Söngvakeppnina og tók svo þátt í Eurovision árið 2022 í flutningi Systra.

Tónleikar Lay Low í Stokkseyrarkirkju eru hluti af uppskeruhátðinni Haustgildi sem haldin hefur verið á Stokkseyri seinustu þrjúr ár og er í ár um helgina 7. - 8. September.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger