Laugardalshöll

13. - 14. desember

Miðaverð frá

6.990 kr.

Fegurð er glæpur ehf. Og Paxal kynna með stolti IceGuys jól í Laugardalshöll laugardaginn 14. desember.

Það er ljóst að með tilkomu IceGuys er ný Ísöld hafin. Öll þeirra útspil hafa fengið frábær viðbrögð hingað til og hefur aðdáendahópur Ísdrengjanna, IceGang, kallað eftir einhverju ennþá stærra til að svala ísþorstanum. Og þegar IceGang kallar þá svara IceGuys.

Á tónleikunum munu piltarnir syngja öll sín þekktustu lög og er aldrei að vita nema þeir hlaði í ábreiður af þekktum jólalögum eins og sannri strákasveit sæmir. Danssporin verða æfð í þaula og sviðið ísi lagt til að kæla Ísdrengina niður í öllum hitanum.

Upphitunaratriðin verða ekki af verri endanum en þau verða í höndum hinna virtu tónlistarmanna Arons Can, Friðriks Dórs, Herra Hnetusmjörs og Jóns Jónssonar að ógleymdum Rúriki Gíslasyni sem sló rækilega í gegn á stórtónleikunum í Dalvík á Fiskideginum mikla.

Ekki hafa áhyggjur af því hvort jólin í ár verða rauð eða hvít heldur tryggðu þér miða á ísköld jól í Laugardalshöll.

Kl. 17.00 eru Fjölskyldutónleikar rúmlega klukkutíma langir tónleikar.

Kl. 21.00 eru 3 tíma tónleikar aldurstakmark er 20 ár.

Iceguys á Spotify

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger