Óvænt svörun | Tíbrá

Salurinn

24. nóvember

Miðaverð frá

3.900 kr.

Á þessum tónleikum hljóma glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinet- og saxófónleikara og tónskáld, Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.

Tónlistin er samin sérstaklega fyrir Cauda Collective sem er að þessu sinni skipuð þeim Björk Níelsdóttur, söngkonu, Sigrúnu Harðardóttur á fiðlu, Þóru Margréti Sveinsdóttur á víólu og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló.

Á undan tónleikunum, klukkan 13:00, verður boðið upp á tónleikaspjall um efnisskrá tónleikanna í forsal Salarins. 

Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Cauda Collective hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónleikaformið en hópurinn hefur starfað frá árinu 2018, komið fram á ótal tónleikum og tónlistarhátíðum, hérlendis og erlendis við frábærar undirtektir.

Tónleikar Caudu Collective fléttast gjarnan í kringum ákveðin stef eða þemu þar sem aldagömul tónlist er sett í nýtt og frjótt samhengi auk þess sem nýsköpun hefur skipað veigamikinn sess á efnisskrám hópsins.  Cauda Collective hefur unnið náið með tónskáldum úr ólíkum áttum, má þar nefna tónskáld svo sem Báru Gísladóttur, Mugison, Ragnhildi Gísladóttur og Úlf Eldjárn auk fjölda annarra.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger