© 2025 Tix Miðasala
Sena
•
7. febrúar
Miðaverð frá
8.990 kr.
Dan og Phil eru komnir aftur til að lækna innra barn þitt og endurheimta það sem internetið tók frá þeim. Þessi nýja og öskurfyndna sýning þeirra markar nýtt tímabil. Þeir eru eldri, samkynhneigðari, Phil er orðinn ljóshærður og ekkert er heilagt. Búast má við skandalasögum sem þeir gátu ekki deilt áður, óvæntum fléttum og miskunnarlausri háðsádeilu á samfélagsmiðla, aðdáendurna sem þeir ólu upp og það sem mestu máli skiptir: sjálfa sig.
Ef þú þarft að hlæja, finnast þú tilheyra samfélagi og sættast við fortíðina – ekki sjá eftir því að missa af Dan og Phil í raunheimum… áður en Dan fær annað taugaáfall og hverfur.
Miðaverð og svæði:
- Gull VIP Meet & Greet – 24.990 kr. (fyrstu fjórar raðirnar)
- Silfur VIP Pre-Show – 12.990 kr (raðir 5 – 8)
- Almennt: 8.990 kr (númeruð sæti frá röð 9)
Gull VIP Meet & Greet:
Gull VIP Meet and Greet VIP miði felur í sér eitt af bestu sætunum nálægt sviðinu fyrir sýninguna, sem og aðgang að “exclusive Pre-Show Hangout”, aðgang að sýningarstað á undan öðrum, pakka af einstökum VIP “merch” vörum og aðgang að “meet and greet”, þar sem allir fá mynd af sér með Phil og Dan.
Eigendur Gull VIP Meet and Greet miða skulu mæta 3 klukkustundum fyrir auglýstan upphafstíma sýningarinnar. Við inngang í salinn verður þér afhentur sérstaki “merch” vörupakkinn!
Silfur VIP Pre-Show:
Silfur VIP Pre-Show VIP miði felur í sér eitt af bestu sætunum nálægt sviðinu fyrir sýninguna, sem og aðgang að “exclusive Pre-Show Hangout” með Dan og Phil, aðgang að sýningarstað á undan öðrum og pakka af einstökum VIP “merch” vörum.
Eigendur Silfur Pre-Show VIP miða skulu mæta 2 klukkustundum fyrir auglýstan upphafstíma sýningarinnar. Við inngang í salinn verður þér afhentur sérstaki “merch” vörupakkinn! (Athugið að þessi miði inniheldur ekki aðgang að “meet and greet”.)
Um Dan & Phil
Verðlaunaduóið og internet-goðsagnirnar Dan og Phil eru komnir aftur. Síðan þeir settu sitt fyrsta myndband á YouTube árið 2009 hafa þeir safnað milljörðum áhorfa, milljónum fylgjenda og sett met á ýmsum sviðum: netgrín, metsölubækur, uppseldar tónleikaferðir, verðlaunaðir útvarpsþættir, góðgerðarlög og borðspil. Einstakt samspil þeirra heldur aðdáendum hlæjandi með grínsketsum, baksturs tilraunum, tölvuleikjaspilun og fersku sjónarhorni á dægurmenningu samtímans.
Eftir hlé árið 2018, þar sem báðir stigu stoltir fram sem samkynhneigðir og urðu þar með sendiherrar hinsegin fólks, varð Dan einnig metsöu höfundur í geðheilbrigðismálum með bókinni “You Will Get Through This Night.”
Árið 2023 sneru þeir aftur á YouTube og hófu ‘Dan and Phil Renaissance,’ sem náði yfir 50 milljón áhorfum á fáum mánuðum. Nú fagna þeir (og hæðast að) fortíð sinni og stöku sinnum sínum villta aðdáendaahópi með nýfundinni einlægni og halda áfram að færa aðdáendum sínum um allan heim endalausa gleði.
Umsjón: Sena Live