Fúsi: Aldur og fyrri störf

Samkomuhúsið

2 sýningar

Miðaverð frá

5.900 kr.

Fúsi, aldur og fyrri störf, er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara.

Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó að stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt hann til að lifa lífinu til hins ítrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.

Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann á meðan covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agga og samverustundir þeirra.

Í samstarfi við sviðslistaframleiðandann Monochorme og MurMur Productions

LEIKARAR:
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Agnar Jón Egilsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Egill AndrasonLeikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Höfundar**:** Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson
Leikmynd og búningar**:** Svanhvít Thea Árnadóttir
Aðstoðarleikstjóri**:** Ástbjörg Rut Jónsdóttir
Tónlistarmaður**:** Egill Andrason
Aðstoð við söng**:** Gísli Magna

Verkefnið er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger