© 2025 Tix Miðasala
Salurinn
•
10. - 11. apríl
Miðaverð frá
6.700 kr.
Stefán Hilmarsson þarf vart að kynna en það er ljótt að skilja útundan. Hann hóf söngvaraferil sinn í Kvennaskólanum og söng svo með Sniglabandinu inn á plötu og þaðan í frá tók frægðarsól þessa frábæra söngvara að rísa svo um munaði. Hann er einn stofnandi Sálarinnar sálugu, einnar vinsælustu hljómsveit allra tíma hér á landi. Stefán hefur sent frá sér helling af músík á löngum ferli; bæði sem einherji og gestur á hljómplötum annarra listamanna. Honum var hent út í djúpu laugina í textagerð á upphafsmetrum Sálarinnar og var fljótur að ná tökum á þeirri list að setja saman eftirminnilega söngtexta. Það verður farið í gegnum litríkan og fjölbreyttan feril Stefáns á þessum tónleikum og ljóst er að af nægu er að taka. Þeim Jóni til aðstoðar verður Friðrik Sturluson, bassaleikarinn viðkunnalegi.
Áskriftarmiðar á 15% afslætti eru í boði á salurinn.is fyrir þau sem vilja kaupa miða á 4 eða fleiri viðburði í tónleikaröðinni Af fingrum fram í 15 ár.