Magni Ásgeirsson | Af fingrum fram í 15 ár

Salurinn

20. febrúar

Miðaverð frá

6.500 kr.

Borgarfjörður Eystri, Bræðslan, Á móti sól og Rock Star eru kannski helstu fyrirbærin sem koma upp í hugann þegar nafn Magna Ásgeirssonar, tónlistarmanns, ber á góma. Austfirðingurinn knái rekur í dag tónlistarskóla á Akureyri þegar hann er ekki að skemmta Íslendingum ýmist með hljómsveitinni sinni eða í alls kyns verkefnum. Magni er fádæma duglegur og afkastamikill og virðist sjaldan sitja auðum höndum enda eftirsóttur mjög. Lög af sólóplötum, lög með Á móti sól, tónlist Queen og jafnvel eitthvað af meiði söngleikja er líklegt til að rata inn á dagskrá tónleikanna.Þeim til aðstoðar verður Árni Þór Guðjónsson.

Áskriftarmiðar á 15% afslætti eru í boði á salurinn.is fyrir þau sem vilja kaupa miða á 4 eða fleiri viðburði í tónleikaröðinni Af fingrum fram í 15 ár.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger