© 2024 Tix Miðasala
Salurinn
•
14. nóvember
Miðaverð frá
6.500 kr.
Kristján Kristjánsson, KK, sló í gegn þegar lag hans Vegbúinn fór að óma á öldum ljósvakans og síðan hefur hann ekki litið til baka og send frá sér blússkotin lög í bland við ballöður og sálarþrungna söngva sem þjóðin hefur tekið fagnandi. Svo þegar KK hóf útvarpsmannsferil sinn í þættinum á Á reki náði á Rás 1 náði hann auðvitað til enn fleiri og hefur þar af mikilli alúð kynnt fjölbreytta tónlist fyrir landsbúum. Vegbúinn, Bein leið, I Think Of Angels og Kærleikur og tími eru bara dæmi um lög sem verða flutt á spjalltónleikunum. Þorleifur Guðjónsson slæst í hópinn á sviðinu með bassann sinn.
Áskriftarmiðar á 15% afslætti eru í boði á salurinn.is fyrir þau sem vilja kaupa miða á 4 eða fleiri viðburði í tónleikaröðinni Af fingrum fram í 15 ár.