Orgelsumar / Organ Summer - Thierry Escaich, organisti Notre-Dame, París/Frakklandi

Hallgrímskirkja

4. ágúst

Sala hefst

20. nóvember 2024, 00:58

()

Sunnudagur 4. ágúst kl. 17.00-18.00Thierry Escaich, orgel Notre-Dame, París/Frakklandi

Aðgangseyrir 3.700 kr.

Thierry Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista á okkar dögum. Hann er rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Hann hefur verið organisti við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París frá árinu 1997 en þar hafði Maurice Duruflé verið organisti í 57 ár. Thierry var nýlega ráðinn sem organisti við Notre-Dame kirkjuna í París, Frakklandi.Thierry Escaich er einnig þekkt tónskáld, hefur skrifað yfir 100 verk, mörg fyrir orgel en einnig fyrir kammerhópa og stærri hljómsveitir. Hann hefur komið fram á orgeltónleikum víða um heim og alls staðar hrífur hann áheyrendur með leik sínum og fjölbreyttum efnisskrám sem hann setur saman með orgelverkum ýmissa orgeltónskálda, eigin verkum og spuna.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger