Herdís Anna og sellódeildin - Föstudagsröð

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

21. mars

Miðaverð frá

4.500 kr.

Sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Herdís Anna Jónasdóttir

Á þessum tónleikum í Föstudagsröðinni sameina sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir krafta sína í heillandi og litríkri efnisskrá þar sem íslensk og suður-amerísk tónlist mætast. Verkin sem hljóma eru eftir Villa-Lobos, Þórð Magnússon, Astor Piazzolla, Magnús Blöndal Jóhannsson og fleiri. Herdís Anna Jónasdóttir sópran hefur um langt árabil verið ein af fremstu söngvurum landsins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína — til að mynda Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 og Grímuverðlaunin 2019. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að heyra bjarta og tæra rödd hennar mæta mjúkum og seiðandi hljóm sellósins, sem annars er allsráðandi á þessum skemmtilegu og fjölbreyttu tónleikum.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger