© 2024 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
13 sýningar
Miðaverð frá
7.550 kr.
Spennuþrungið fjölskyldudrama úr íslenskum samtíma
Móðirin hefur breyst. Hver var hún, hver er hún orðin? Hún er nýkomin heim eftir dvöl á heilsuhæli erlendis þar sem hún reyndi að jafna sig eftir alvarlegt áfall. Fjölskyldan tekur henni opnum örmum.
En það er eitthvað undarlegt við hana, eins og hún sé ekki sú sem hún var. Faðirinn elskar konu sína meira en allt annað og er á þönum við að halda öllu góðu. Sonurinn og Dóttirin reyna að gera sitt besta í nýjum aðstæðum. En öll glíma þau við eitthvað sem þau tala ekki um og ástandið er eldfimt. Og ekkert má fréttast út fyrir veggi heimilisins.
Hvaða áhrif hefur breyting Móðurinnar á hvert og eitt þeirra? Hvað hefur eiginlega gerst og hvað hafa þau að fela? Gætu nágrannarnir Ellert og Elsa varpað ljósi á eitthvað? Eða flækja þau bara málin?
Drepfyndið fjölskyldudrama beint úr íslenskum samtíma um það sem kraumar undir niðri, um það sem ekki er sagt, en einnig um það sem hefði betur verið látið ósagt. Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og Sek.