© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
20. október
ELECTRIO var stofnað af gítarleikaranum Francesco Rista, raftónskáldinu Simone Giordano og söngkonunni Söndru Lind Þorsteinsdóttur. Þeirra áhugasvið nær yfir crossover tónlist, barokktónlist og rafræna nútímatónlist. Þetta er óhefðbundið tríó sem blandar klassískri tónlist saman við raftónlist og setur þannig tónlistina sem það flytur í sinn eigin búning.
Fyrstu tónleikar tríósins voru í MENGI í Reykjavík í júlí 2022 þar sem þau fluttu í fyrsta sinn verkefni sitt STABAT MATER. Árið 2023 hlutu þau verðlaun Klima Klang Festival og komu fram á tónleikum hátíðarinnar í KoncertKirken í Kaupmannahöfn í október sama ár. Í febrúar 2024 komu þau fram á tónleikum í aðal tónleikasal Konunglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Tónleikar þeirra í Norðurljósasal Hörpu þann 20. október 2024 eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar og eru styrktir af tónlistarsjóðnum Ýli og Koda Kultur.
Efnisskrá
Finnur Karlsson (1988): Slow movements (2022) for electric guitar and pedal’s effects - frumflutningur á Íslandi
Si dolce è’l tormento