Sígildir sunnudagar: ELECTRIO

Harpa

20. október

Miðaverð frá

3.500 kr.

ELECTRIO var stofnað af gítarleikaranum Francesco Rista, raftónskáldinu Simone Giordano og söngkonunni Söndru Lind Þorsteinsdóttur. Þeirra áhugasvið nær yfir crossover tónlist, barokktónlist og rafræna nútímatónlist. Þetta er óhefðbundið tríó sem blandar klassískri tónlist saman við raftónlist og setur þannig tónlistina sem það flytur í sinn eigin búning. Fyrstu tónleikar tríósins voru í MENGI í Reykjavík í júlí 2022 þar sem þau fluttu í fyrsta sinn verkefni sitt STABAT MATER. Árið 2023 hlutu þau verðlaun Klima Klang Festival og komu fram á tónleikum hátíðarinnar í KoncertKirken í Kaupmannahöfn í október sama ár. Í febrúar 2024 komu þau fram á tónleikum í aðal tónleikasal Konunglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Tónleikar þeirra í Norðurljósasal Hörpu þann 20. október 2024 eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar og eru styrktir af tónlistarsjóðnum Ýli og Koda Kultur.

Efnisskrá

Finnur Karlsson (1988): Slow movements (2022) for electric guitar and pedal’s effects - frumflutningur á Íslandi
Cumulus
Wake
Weary Days
Current

Simone Giordano (1996): “Strings” (2024) for electronic, voice and electric guitar - heimsfrumflutningur

Francesco Rista (1997): “NOTHING NEW” (2024) for voice and electric guitar - heimsfrumflutningur

--Hlé--

STABAT MATER (2023) eftir Marco Rosano (1964), John Dowland (1563-1626), Claudio Monteverdi (1567-1643) og Francesco Rista (1997)
Stabat Mater
O Quam Tristis
Come Heavy Sleep
Flow My Tears
Sancta Mater
Si dolce è’l tormento
Fac Me Cruce
Amen

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger