© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
15. febrúar
Miðaverð frá
3.000 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Micah Gleason
hljómsveitarstjóri
Trúðurinn Barbara
kynnir
Sigrún Eðvaldsdóttir
Sigurður Flosason
einleikarar
Dansarar úr Listdansskóla Íslands
Wolfgang Amadeus Mozart
Eine kleine Nachtmusik (Allegro)
Veigar Margeirsson
Rætur: Kveðja — Sofðu unga ástin mín
Alexandre Desplat
Harry Potter og dauðadjásnin, svíta
Alan Menken
Arabískar nætur úr Aladdin
Komum okkur vel fyrir í náttfatapartýi Sinfóníunnar þar sem falleg næturtónlist og ljúfar vögguvísur hljóma. Hvað er unaðslegra en að lygna aftur augunum og svífa á vit drauma undir slíkri tónlist? Í öllum náttfatapartýjum þarf góða draugasögu, eitthvað til að halda fólki vakandi,allavega í smástund. Slíkir spennutónar slæðast með á þessum tónleikum, en einnig tónlist sem kveður niður allan draugagang svo sem titillag myndarinnar Ghostbusters sem fær alla móra og skottur sem leynast í Hörpu til að flýta sér í felur. Sigurður Flosason saxófónleikari vaggar okkur í svefn með laginu Sofðu unga ástin mín og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari fer með okkur í seiðmagnað ferðalag til Austurlanda.
Við hvetjum tónleikagesti að sjálfsögðu til að mæta í náttfötum og með uppáhaldstuskudýrið í þetta skemmtilega náttfatapartý.