Náttfatapartý Sinfóníunnar

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

15. febrúar

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Micah Gleason

hljómsveitarstjóri

Trúðurinn Barbara

kynnir

Sigrún Eðvaldsdóttir

Sigurður Flosason

einleikarar

Dansarar úr Listdansskóla Íslands

Wolfgang Amadeus Mozart Eine kleine Nachtmusik (Allegro)

_Veigar Margeirsson _Rætur:** Kveðja — Sofðu unga ástin mín__**

_Mikhail Glinka _Spánskur forleikur nr. 2 (Minning um sumarnótt í Madríd)__

Frederich Chopin Etýða í E-dúr nr. 3 fyrir hljómsveit

Alexandre Desplat Harry Potter og dauðadjásnin, svíta

Alan Menken Arabískar nætur úr Aladdin

Ray Parker yngri Draugabanar

Komum okkur vel fyrir í náttfatapartýi Sinfóníunnar þar sem falleg næturtónlist og ljúfar vögguvísur hljóma. Hvað er unaðslegra en að lygna aftur augunum og svífa á vit drauma undir slíkri tónlist? Í öllum náttfatapartýjum þarf góða draugasögu, eitthvað til að halda fólki vakandi,allavega í smástund. Slíkir spennutónar slæðast með á þessum tónleikum, en einnig tónlist sem kveður niður allan draugagang svo sem titillag myndarinnar Ghostbusters sem fær alla móra og skottur sem leynast í Hörpu til að flýta sér í felur. Sigurður Flosason saxófónleikari vaggar okkur í svefn með laginu Sofðu unga ástin mín og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari fer með okkur í seiðmagnað ferðalag til Austurlanda.

Við hvetjum tónleikagesti að sjálfsögðu til að mæta í náttfötum og með uppáhaldstuskudýrið í þetta skemmtilega náttfatapartý.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger