Orgelsumar / Organ Summer - Kadri Ploompuu, orgel Tallin Toom Estonia

Hallgrímskirkja

21. júlí

Sala hefst

20. nóvember 2024, 00:56

()

Orgelsumar í HallgrímskirkjuSunnudagur 21. júlí kl. 17.00-18.00Kadri Ploompuu, orgel Tallin Toom Estonia

Kadri Ploompuu útskrifaðist frá Georg Ots tónlistarskólanum í Tallinn árið 1979 sem píanóleikari og organisti og árið 1985 frá Tallinn State Conservatoire þar sem hún stundaði nám í píanó- og orgelleik hjá prófessorunum Lilian Semper og Hugo Lepnurm.

Hún hefur starfað sem konsertmeistari og orgelkennari við Georg Ots tónlistarháskólann í Tallinn, síðar sem orgelkennari við EELC Kirkjutónlistarskólann og verið bæði orgel kennari og yfirmaður kirkjutónlistardeildar EELC guðfræðistofnunar. Hún hefur einnig verið stjórnarmaður í EELC kirkjutónlistarfélaginu síðan 2010.

Kadri hefur starfað sem organisti við dómkirkjuna í Tallinn síðan 1990. Auk þess hóf hún störf sem tónlistarstjóri kirkjunnar árið 2013. Hið lifandi tónlistarlíf Dómkirkjunnar er því hennar að skipuleggja, þar á meðal vikulega laugardags orgeltónleika – tónleikaröð sem staðið hefur yfir í meira en 30 ár og hefur hún marg oft komið fram þar.

Kadri hefur komið fram bæði sem einleikari og með kammerhljómsveitum í kirkjum víðsvegar um Eistland og í ýmsum Evrópulöndum (Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku, Sviss, Svíþjóð, Lettlandi, Rússlandi og Finnlandi). Hún hefur tekið þátt í orgelhátíðunum í Tallinn og Pärnu og í orgelviku í Visby.

Árið 2004 gaf Kadri út sinn fyrsta geisladisk sem einleikar og var hann hljóðritaður á orgel Dómkirkjunnar í Tallinn. Árið 2013 lék hún inn á geisladiskinn „Strings of the Soul“ með tríóinu „Armonia“ (auk Oksana Sinkova, flauta, og Alina Sakalouskaya, mandólín) og árið 2014 kom út geisladiskurinn „Tallinn Cathedral organ. 100 Years of Ladegast-Sauer organ“ (auk organistans Piret Aidulo). Árið 2017 gaf hún út sína fjórðu plötu ásamt fiðluleikaranum Urmas Vulp sem inniheldur tónlist eftir Max Reger.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger