© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
3. - 4. apríl
Miðaverð frá
2.320 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bjarni Frímann Bjarnason
hljómsveitarstjóri
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Gunnar Björn Jónsson
Kristín Anna Guðmundsdóttir
Kristín Sveinsdóttir
einsöngvarar
Kór Langholtskirkju
Magnús Ragnarsson
kórstjóri
Ólafur Kjartan Sigurðarson, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur farið með himinskautum í heimi óperunnar á síðustu árum og sér ekki fyrir endann á sigurgöngu hans þar. Á undanförnum misserum hefur Ólafur komið fram í burðarhlutverkum á helstu sviðum óperuheimsins; í La Scala óperunni í Mílanó og á Wagnerhátíðinni í Bayreuth í Þýskalandi.
Hér býður Ólafur Kjartan til sannkallaðrar veislu — þetta er óperugala af bestu gerð þar sem glæsilegir gestir, söngvararnir Kristín Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Björn Jónsson og Kristín Sveinsdóttir bregða sér í hin ýmsu hlutverk og syngja með Ólafi og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um tónsprotann heldur Bjarni Frímann Bjarnason.
Þessir tónleikar eru fullir af ástríðu, örlagaþrungnum aríum og dýrðlegum dúettum úr helstu perlum óperunnar, t.d. eftir Verdi, Puccini, Giordano og Bizet — ómissandi fyrir þá sem unna fögrum söng og óperutónlist.