Barokkveisla

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

31. október

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Peter Hanson

hljómsveitarstjóri og fiðluleikari 

María Konráðsdóttir

Antonio Vivaldi Konsert fyrir fjórar fiðlur

Georg Friedrich Händel Ombra mai fu, úr Serse

Georg Friedrich Händel Flammende Rose, úr Níu þýskum aríum

Jean-Philippe Rameau Entrée de Polymnie, úr Les Boréades

Jean-Philippe Rameau Les Sauvages, úr Les Indes Galantes

Jean-Philippe Rameau Tendre Amour, úr Les Indes Galantes

Johann Sebastian Bach Brandenborgarkonsert nr. 6

Arcangelo Corelli Concerto Grosso op. 6 nr. 4

Georg Friedrich Händel Tornami a vagheggiar, úr Alcina

Tónlistarfjársjóður barokktímans geymir fjölmarga dýrgripi sem heilla sérhverja nýja kynslóð. Enn í dag er tónlistarfólk að uppgötva snilldarverk frá sautjándu og átjándu öld sem reynast ný og fersk í eyrum áheyrenda samtímans, rétt eins og þau sígrænu öndvegisverk Vivaldis, Händels, Bachs og Corellis sem hljóma í þessari barokkveislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Einsöngvari á tónleikunum er María Konráðsdóttir sópran, sem hlotið hefur mikið lof fyrir bjarta, tæra og forkunnarfagra rödd samhliða fágaðri en tjáningarríkri túlkun. Hér syngur María litríkar og leikandi aríur úr óperum Händels. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir Ramau auk miðaldaverksins O Frondens Virga eftir Hildegard von Bingen, en Von Bingen stofnaði sitt eigið Benediktínaklaustur um 1150 þar sem hún samdi fjölda verka sem heillað hafa lærða og leika á seinni öldum.

Það er breski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Peter Hanson sem leiðir hljómsveitina á þessum tónleikum, en Hanson hefur um langt árabil helgað sig upprunaflutningi barokktónlistar - aðferð sem miðar að því að fanga anda tónlistarinnar eins og hún hljómaði á sínum tíma. Hanson hefur starfað sem konsertmeistari í hinni víðfrægu hljómsveit Johns Eliots Gardiner, Orchestre Revolutionnaire et Romantique, í aldarfjórðung. Hann kemur víða fram með þekktum hljómsveitum, ýmist sem einleikari, konsert­meistari eða hljómsveitarstjóri - jafnvel allt þrennt í senn.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger