Brahms og Tsjajkovskíj - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

15. maí

Miðaverð frá

2.900 kr.

Andrew Manze
hljómsveitarstjóri

Dmytro Udovychenko
einleikari

Doreen Carwithen
ODTAA (One Damn Thing After Another)

Pjotr Tsjajkovskíj
Fiðlukonsert

Johannes Brahms
Sinfónía nr. 4

Úkranínski fiðluleikarinn Dmytro Udovychenko er einn af mest spennandi fiðluleikurum heims af yngri kynslóðinni, en hann hefur þegar unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn og er á hraðri uppleið á stjörnuhimin klassíska tónlistarheimsins. Á þessum tónleikum leikur hann hinn óviðjafnanlega fiðlukonsert Pjotrs Tsjajkovskíj sem geymir ógleymanlegar laglínur og miklar ástríður, enda saminn á umbrotatíma í lífi tónskáldsins. Verkið samdi Tsjajkovskíj þegar hann dvaldi í Sviss í kjölfar skilnaðar og sjálfsvígstilraunar, en það var hrifning hans á ungum og afar færum fiðluleikara, Iosif Kotek að nafni, sem kveikti á ný neista sköpunarinnar með tónskáldinu. Konsertinn gerir óvenjumiklar kröfur til einleikarans, svo erfiðlega gekk að finna einleikara sem treysti sér til að frumflytja hann. Síðan þá hefur hann heldur betur fest sig í sessi sem einn helsti fiðlukonsert sögunnar og gefur einleikurum færi á að sýna hvað í þeim býr.

Þegar Johannes Brahms samdi sína fjórðu sinfóníu var hann á hátindi ferilsins og álitinn fremsta tónskáld Þýskalands. Sinfónían er ólík þeim sem á undan komu — þótt tónskáldinu gengi allt í haginn er hún myrkari og harmrænni, nokkuð sem rakið hefur verið til þess að Brahms hafði sökkt sér í lestur á harmleikjum Sófóklesar og vildi miðla anda gríska harmleiksins í tónum. Sinfónían er uppfull af andstæðum, geymir jafnt hlýju og nístandi sársauka og sameinar þau tvö ólíku aðalsmerki sem verk Brahms búa gjarnan yfir: vitsmunalega fágun og tilfinningalegan sprengikraft.

Doreen Carwithen var eitt fyrsta kvenkvikmyndatónskáld sögunnar og var sérlega eftirsótt sem slík um miðja síðustu öld. Líkt og önnur kventónskáld þess tíma mætti Carwithen miklum mótbyr vegna kyns síns og höfðu útgefendur ekki áhuga á efni hennar þrátt fyrir að það væri margverðlaunað. ODTAA var fyrsta hljómsveitarverk Carwithen og eru tónleikarnir einstakt tækifæri til þess að kynnast þessu áhugaverða tónskáldi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger