Ari Þór og Osmo Vänskä

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

30. janúar

Miðaverð frá

2.900 kr.

Osmo Vänskä
hljómsveitarstjóri

Ari Þór Vilhjálmsson
einleikari

Edward Elgar
In the South (Alassio)

Þórður Magnússon
Fiðlukonsert

Jennifer Higdon
Konsert fyrir hljómsveit

Finninn Osmo Vänskä er heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hann var aðalstjórnandi hennar frá 1993 - 1996, aðalgestastjórnandi hennar frá 2014—2019 og tíður gestur þess utan, enda samstarfið gjöfult og hefur hljómsveitin leikið marga ógleymanlega tónleika undir hans stjórn. Efnisskrá þessara tónleika er einstaklega litrík og glæsileg og er sérstakt ánægjuefni að Vänskä stjórni frumflutningi Ara Þórs Vilhjálmssonar fiðluleikara á nýjum fiðlukonserti Þórðar Magnússonar. Þórður hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í áratugi og skapað sér sérstöðu með tónverkum sem fela í sér jafnt ferskan, nútímalegan andblæ og djúpa þekkingu á tónsmíðahefðum fortíðar. Hann hefur samið vel á fjórða tug stærri verka, bæði kammerverk og hljómsveitarverk og verður fiðlukonsertinn fimmta verkið sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur eftir hann.

Fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árunum 2006 til 2015 en kemur nú fram sem einleikari með hljómsveitinni í tíunda sinn. Hann starfaði lengi sem leiðari annarrar fiðlu í Fílharmóníusveit Helsinki en gegnir nú sömu stöðu hjá Fílharmóníusveit Ísraels í Tel Aviv.

Auk þess að koma fram sem einleikari hefur hann gegnt hlutverki gestakonsertmeistara í hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveit Stokkhólms og Orchestre National du Capitole de Toulouse í Frakklandi.

Jennifer Higdon er eitt fremsta samtímatónskáld Bandaríkjanna. Verk hennar blue cathedral vakti mikla lukku á síðasta starfsári undir stjórn Stéphane Denéve. Á þessum tónleikum flytur sveitin verk hennar, Konsert fyrir hljómsveit, frá árinu 2002. Konsert er svo sannarlega réttnefni því leiðarar hljómsveitarinnar eru í einleikshlutverkum og eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Konsertforleikinn In the South (Alassio) samdi Edward Elgar þegar hann var í fjölskyldufríi á Ítalíu. Hann ætlaði sér reyndar að semja hefðbundna sinfóníu en varð svo hugfanginn af andrúmsloftinu að hann samdi í staðinn þennan töfrandi forleik, sem er einskonar tónaljóð með ítölskum litum.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger