Sigrún leikur Brahms

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

10. október

Miðaverð frá

2.900 kr.

Eva Ollikainen
hljómsveitarstjóri 

Sigrún Eðvaldsdóttir
einleikari 

Grazyna Bacewicz
Forleikur 

Johannes Brahms
Fiðlukonsert 

Thomas Larcher
Sinfónía nr. 2, Kenotaph

Sigrúnu Eðvaldsdóttur þarf vart að kynna fyrir tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur verið konsertmeistari hljómsveitarinnar frá 1998 og er sá einleikari sem hefur oftast komið fram með henni. Sigrún hefur verið eftirsóttur fiðluleikari allt frá því að hún lauk námi og hefur m.a. leikið í Weill Recital Hall í New York og Wigmore Hall í London, ásamt því að koma fram á margvíslegum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um heim. Sigrún var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín á sviði tónlistar árið 1998. 

Á þessum tónleikum leikur Sigrún hinn yndisfagra og tilfinningaþrungna fiðlukonsert Brahms, sem hefur fylgt henni lengi. Sigrún segir sjálf: „Ég á svo góðar minningar frá þeim tíma þegar ég lærði þennan konsert og lék hann síðan í úrslitum í Sibeliusarkeppninni 1990 sem og í Carl Flesch keppninni 1992 í Barbican Hall. Fyrir unga ástríðufulla konu var þetta ógleymanlegur tími með þessum dásamlega konsert. Ég segi alltaf að tónlist Brahms geri alla að betri manneskjum.“

Á tónleikunum leikur hljómsveitin einnig forleik eftir Grazyna Bacewicz. Hún var eitt helsta tónskáld Póllands um miðja 20. öldina og fyrsta konan frá Póllandi til þess að vekja heimsathygli fyrir tónsmíðar sínar. Forleikurinn er kraftmikill og ljóðrænn og sérlega aðgengilegur. Lokaverk kvöldsins er Íslandsfrumflutningur á annarri sinfóníu austurríska tónskáldsins Thomasar Larcher. Sinfóníuna samdi Larcher til minningar um flóttafólk sem hefur drukknað síðustu ár í Miðjarðarhafinu. Undirtitillinn, Kenotaph, merkir einmitt minnisvarði, um þau sem er saknað og talin eru látin

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger