Jólaboðið 2024

Þjóðleikhúsið

15. desember

Stórskemmtileg sýning sem gleður og yljar

Jólaboðið hefur heillað áhorfendur Þjóðleikhússins á aðventunni á fyrri leikárum. Nú býðst okkur enn á ný að fylgjast með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili!

Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig að breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök.Sprellfjörug og frumleg en um leið hjartnæm sýning þar sem leikararnir leika ólíkar persónur á ýmsum aldursskeiðum – og leikhópurinn breytist ár frá ári!

Handrit: Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir, byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson

Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,Þröstur Leó Gunnarsson, Örn Árnason.

Handritið er byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

Tónlist: Salka Sól Eyfeld, Tómas Jónsson

Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson

Dramatúrg: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Tónlist

Leikskrá

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger