© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
10. apríl
Miðaverð frá
2.900 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bertrand de Billy
hljómsveitarstjóri
Rainer Honeck
einleikari
Arnold Schönberg
Næturljóð fyrir strengi og hörpu
Alban Berg
Fiðlukonsert
Hector Berlioz
Symphonie fantastique
„Draumórasinfónían“
Fiðlukonsert Albans Berg frá 1935 ber fræga tileinkun - hann er „helgaður minningu engils“. Engillinn var Manon Gropius, dóttir vinahjóna Bergs, þeirra Ölmu Mahler og Walters Gropius, sem lést úr mænusótt aðeins 18 ára gömul. Verkið er því einskonar sálumessa í konsertformi, en varð einnig síðasta verkið sem tónskáldið lauk við fyrir sitt eigið andlát. Þótt Berg hafi samið verkið með tólftónahætti stendur það föstum fótum í tónlistarhefð fyrri alda, í því heyrast bæði dúr- og mollþríhljómar og það geymir meðal annars vísanir í gamalt þjóðlag og kóral eftir Bach. Það er þannig bæði framsækið og hrífandi fagurt að hætti fyrri tíma.
Austurríski fiðluleikarinn Rainer Honeck leikur nú í Eldborg í annað sinn en árið 2017 stýrði hann Kammersveit Vínar og Berlínar úr sæti konsertmeistara og lék með þeim einleik. Gagnrýnendur áttu vart orð til þess að lýsa ánægju sinni með þessa tónleika og er það því mikið tilhlökkunarefni að fá hann til liðs við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Symphonie fantastique eða Draumórasinfónían eftir Hector Berlioz er eitt höfuðverka rómantíska tímabilsins og er bæði spennuþrungið og ævintýralegt. Undirtitill verksins er „Brot úr lífi listamanns“ og fjallar tónskáldið hér um eigið líf, óendurgoldna ást og óráðsdrauma. Þegar Symphonie fantastique var frumflutt fylgdi ítarleg umfjöllun um söguþráð verksins í efnisskrá tónleikanna, nokkuð sem var mikil nýbreytni á þeim tíma, en Berlioz hafi hafði tröllatrú á mætti hljóðfæratónlistar til þess að segja sögu.
Tónleikunum stjórnar franski hljómsveitarstjórinn Bertrand de Billy, fyrrum aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.