© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
6. - 7. mars
Miðaverð frá
3.900 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Eva Ollikainen
hljómsveitarstjóri
Víkingur Heiðar Ólafsson
einleikari
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason
kórstjóri
Kór Langholtskirkju
Magnús Ragnarsson
kórstjóri
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Glaðaspraða (frumflutningur)
Jón Leifs
Darraðarljóð
Ludwig van Beethoven
Píanókonsert nr. 5
Richard Strauss
Ein Heldenleben
Í mars 2025 verða 75 ár liðin frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Af því tilefni verður efnt til hátíðartónleika þar sem hljómsveitin leikur stórvirki úr tónlistarsögunni undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Víkingur Heiðar Ólafsson er einn af eftirsóttustu klassísku tónlistarmönnum heims um þessar mundir. Á þessu starfsári kemur hann fram með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Berlínar, Lundúna og New York og frumflytur meðal annars nýjan píanókonsert John Adams með Sinfóníuhljómsveitinni í San Fransisco.
Víkingur hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun fyrir leik sinn og streymi af hljóðritunum hans undir merkjum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Gramophon eru komin yfir einn milljarð. Á afmælistónleikunum tekst Víkingur á við fimmta píanókonsert Beethovens, Keisarakonsertinn, stórbrotið verk þar sem kraftmikil dramatík tekst á við ljóðræna fegurð í mögnuðu samspili einleikara og hljómsveitar.
Ein Heldenleben, eða Hetjulíf, er eitt þekktasta tónaljóð Richards Strauss. Verkið samdi Strauss þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, var eftirsóttur hljómsveitarstjóri og hafði samið töluvert af verkum sem höfðu hlotið góðar viðtökur. Í Hetjulífi er tónskáldið sjálft söguhetjan, eins konar ofurmenni sem tekst á við mótlæti heimsins.
Tónleikarnir hefjast á nýjum hátíðarforleik Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, sem pantaður var af þessu tilefni. Hann er þó ekki eina verkið sem frumflutt verður á tónleikunum, en á þeim hljómar einnig í fyrsta sinn Darraðarljóð Jóns Leifs sem er skrifað fyrir kór og hljómsveit. Textann hefur Jón úr Brennu-Njáls sögu, nánar tiltekið hinum dulmagnaða nornasöng sem Dörruður verður vitni að í 157. kafla hennar. Í nótnahandritinu má sjá skrifað „samkvæmt 50 ára gamalli áætlun“ og er því ljóst að Jón hefur byrjað að huga að þessu viðfangsefni þegar á táningsaldri.
Tónleikarnir eru u.þ.b. 140 mínútur að lengd með tuttugu mínútna hléi.
Píanókonsert nr. 2 eftir Brahms var upphaflega á efnisskránni og báru tónleikarnir heitið Víkingur leikur Brahms. Vegna breytinga á efnisskrá heita tónleikarnir nú Víkingur leikur Beethoven – 75 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.