© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
6. febrúar
Miðaverð frá
2.900 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Eva Ollikainen
hljómsveitarstjóri
Anna Þorvaldsdóttir
ax
Gustav Mahler
Sinfónía nr. 9
Sinfónía nr. 9 eftir Gustav Mahler er stórvirki í öllum skilningi þess orðs. Hún tekur um 90 mínútur í flutningi og krefst stórrar sinfóníuhljómsveitar, enda spannar hún allt litróf hljómsveitarinnar. Í verkinu vinnur tónskáldið með stórar og miklar tilfinningar en þetta var síðasta sinfónían sem Mahler lauk við (þá tíundu skildi hann eftir í ókláruðu handriti). Sinfónían er óhefðbundin í þeim skilningi að hægu kaflarnir eru í upphafi og lokin og hefur fjórði og síðasti kaflinn verið túlkaður sem kveðja Mahlers til heimsins í kjölfar andláts Önnu Maríu dóttur hans og hjartveiki hans sjálfs. Hljómsveitarstjórinn Herbert von Karajan mun hafa sagt að tónlist níundu sinfóníunnar eigi uppruna sinn í öðrum heimi og komi úr eilífðinni.
Verk Önnu Þorvaldsdóttur, ax, er hljómsveitarverk sprottið úr tónverki hennar METAXIS, sem frumflutt var í alrými Hörpu í upphafi Listahátíðar vorið 2024, en METAXIS var samið fyrir „tvístraða hljómsveit og rými“ þar sem ómríkt fordyri Hörpu batt saman leik hljóðfærahópa sem léku hver í sínu horni. Nú hefur Anna eimað þetta verk niður í hljómsveitarverkið, ax, sem hægt er að njóta af sviði Eldborgar á hefðbundnum tónleikum, en galdur og hugmyndaauðgi þessa frábæra tónskálds eru þó ekki síður greinileg í hverjum takti.
Tónleikarnir eru u.þ.b. 95 mínútur án hlés