© 2024 Tix Miðasala
Háskólabíó
•
29. október
Tindersticks í Háskólabíói 29. október nk.
Nottinghamsveitin Tindersticks er á leiðinni til landsins og spilar á tónleikum í Háskólabíó þriðjudaginn 29. október nk.
Tindersticks hafa frá stofnun 1992 verið ein áhrifamesta hljómsveit sinnar tegundar í heiminum. Hljómplötur hennar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda í gegnum tíðina og þykir einkar mögnuð á tónleikum. Hljómsveitin hefur tvisvar áður spilað á Íslandi haustið 2008 á Nasa og síðan vorið 2020 í Hljómahöll. Báðir tónleikar voru einkar vel heppnaðir og fullt út úr dyrum.
Það væri of langt mál að nefna allar hljómplötur Tindersticks en ekki verður hjá því komist að nefna: Tindersticks, Tindersticks (II), Curtains og Simple Pleasure sem allar eru algjörar perlur og fyrir löngu orðnar klassískar. Sveitin hefur lokið upptökum á nýrri plötu sem kemur út í ár og gaf sveitin einmitt út smáskífuna Falling, the light út fyrir nokkrum vikum.