Sígildir sunnudagar: Spuni og Svítur

Harpa

25. janúar

Miðaverð frá

4.500 kr.

Á þessum tónleikum leikur Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir þrjú máttarstólpaverk fyrir einleiksselló: fyrstu svítuna eftir Benjamín Britten, aðra sellósvítu Jóhanns Sebastíans Bach og að lokum Spuna I eftir Guðmund Hafsteinsson. Hvert á sinn hátt ýta verkin hljóðfærinu út að sínum ystu mörkum ná að skapa nær sinfónískan hljóðheim á einungis einu hljóðfæri. Virtúósískan kraft og innhverfan innileika má finna í jöfnu magni í öllum þremur verkunum og taka þau flytjanda og hlustendur í ólgeymanlegt ferðalag. 

Efnisskrá

Benjamin Britten: Svíta nr. 1, Op. 72

J.S. Bach: Svíta nr. 2 í d-moll

- Hlé

Guðmundur Hafsteinsson: Spuni I

Almenn miðaverð er kr. 3.500, en námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar greiða kr. 3000 fyrir miðann í miðasölu Hörpu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger