© 2025 Tix Miðasala
Borgarleikhúsið
•
11. nóvember
Mánudagur 11. nóvember kl. 16:00, miðaverð 1200 kr.
Skrekkur 2024 – aðalæfing
Átta grunnskólar keppa til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, í ár. Eru það; Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hagaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli og Öldutúnsskóli.
Atriðin átta voru valin eftir undanúrslitakvöld í Borgarleikhúsinu sem fram fóru 4., 5. og 6. nóvember.
Unglingarnir nýta allar sviðslistir í atriðin; tónlist, dans, leiklist og gjörninga. Þau sjá um að semja atriðin, leik, dans og söng og sum eru með frumsamin lög. Unglingarnir sjá líka um tæknihliðina, búninga og smink.
Skrekkur er samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, grunnskóla og félagsmiðstöðvar Reykjavíkur, RÚV og Borgarleikhússins. Borgarstjóri mun afhenda fyrstu verðlaun á stóra sviði Borgarleikhússins á mánudaginn 11. nóvember