Orð gegn orði

Þjóðleikhúsið

9. - 20. október

Miðaverð frá

7.550 kr.

Þessa sýningu verður þú að sjá

Orð gegn orði (Prima Facie) sló í gegn með eftirminnilegum hætti á síðasta leikári og var verkið sýnt yfir 50 sinnum fyrir fullu húsi, fyrst í Kassanum og svo á Stóra sviðinu. Viðbrögð við sýningunni voru með eindæmum sterk og ákafar umræður sköpuðust um efni hennar í samfélaginu, enda erindi verksins afar brýnt. Ebba Katrín Finnsdóttir var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í þessum magnaða verðlaunaeinleik.

Tessa er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar.

Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier-verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.

Orð gegn orði
eftir Suzie Miller

Leikari: Ebba Katrín Finnsdóttir
Leikstjórn Þóra Karítas Árnadóttir
Þýðing: Ragnar Jónasson
Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson
Tónlist: Gugusar
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir
Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson

Umsagnir

Þetta var leiksigur sem maður sér ekki oft.

Dagný Kristjánsdóttir

Hugrás

Árangurinn er líka leiksigur sem lengi verður í minnum hafður, það fór ekki á milli mála eftir viðtökurnar í gærkvöldi. [...] Ebba Katrín er ein besta – kannski besta – leikkona sinnar kynslóðar.

Silja Aðalsteinsdóttir

Tímarit máls og menningar

Leikskrá

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger