© 2026 Tix Ticketing
Iceland Parliament Hotel
•
13 May
Sale starts
30 January 2026 at 09:00
(in 3 days)




AI Summit Iceland 2026
Eftir fyrstu ár gervigreindarbyltingarinnar er nú kominn tími til að færa áhersluna frá tilraunastarfsemi yfir í skýra framtíðarsýn og markvissar ákvarðanir. Atvinnulífið kallar á lausnir sem nýtast til lengri tíma, styðja við dagleg viðfangsefni og skapa raunverulegt virði.
Á AI Summit 2026 horfum við til framtíðar og rýnum í stefnur og strauma. Alþjóðlegir fyrirlesarar frá nokkrum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum heims mæta til Íslands af þessu tilefni, þar á meðal fulltrúar frá Amazon, Google og Microsoft. Jafnframt munu leiðtogar úr íslensku atvinnulífi stíga á stokk og kynna raunveruleg dæmi og lærdóm af verkefnum sem hafa skilað ávinningi.
Ráðstefnan er heilsdagsviðburður sem fer fram á Parliament-hótelinu við Austurvöll. Boðið verður upp á morgunkaffi, hádegisverð og síðdegishressingu, auk tengslaviðburðar í Gamla Kvennaskólanum í dagslok.
Markmið viðburðarins er að veita gestum hagnýta innsýn í hvernig gervigreindarlausnum er beitt til að auka afköst, bæta vinnuferla og styðja við mannauð. Fjallað verður um hvað skiptir máli við fjárfestingar á þessu sviði, hvaða verkefni hafa skilað arðsemi og hvernig hægt er að vinna með gögn á ábyrgan hátt, með öryggi og persónuvernd að leiðarljósi.

