Búrgúndí 303 – Grand Cru, krúnudjásn Búrgúndí

Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8

27 November

Ticket prices from

ISK 19,000

Þriðjudaginn 25. nóvember nær Búrgúndí-námskeiðaröðin hápunkti sínum með kynningu á Grand Cru-vínum, sem eru hin eiginlegu krúnudjásn héraðsins.

Grand Cru vínin standa efst í stigveldi Búrgúndí og eru aðeins 33 slíkar ekrur í öllu Côte d'Or héraðinu. Þessar ekrur, sem framleiða innan við 1% af heildarframleiðslu Búrgúndí, bera einungis nafn sitt á miðanum - Montrachet, Chambertin, Richebourg, La Tâche - án nokkurrar tilvísunar í þorp eða hérað. Þetta er eina flokkunin þar sem nafn ekrunnar eitt og sér þykir nægja.

Hvítu Grand Cru ekrurnar finnast allar í Côte de Beaune - Montrachet, Bâtard-Montrachet, Corton-Charlemagne - á meðan rauðu ekrurnar, að Corton undanskildum, eru í Côte de Nuits.

Kvöldið verður helgað því að bera saman nokkrar af þessum goðsagnakenndu ekrum og skilja hvað aðgreinir þær frá Premier Cru og þorpsvínum. Þetta er sjaldgæft tækifæri til að smakka vín sem marka hátind víngerðar í Búrgúndí.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger