Tjarnarbíó

5 shows

Ticket prices from

ISK 8,900

Kammeróperan snýr aftur í Tjarnarbíó með eina af vinsælustu óperum sögunnar í glænýjum búning.

Stolt, ástríða og afbrýðisemi eru rauði þráðurinn í Carmen eftir Georges Bizet.

Don José, ungur skyldurækinn hermaður, verður hugfanginn af hinni heillandi og óútreiknanlegu Carmen.

Svo ákaft brennur hjarta hans af þrá að ekkert getur stöðvað hann í að hlaupast á brott með henni – ekki einu sinni æskuástin Michaëla.

Don José kastar lífi sínu á glæ fyrir spennu og óvissu, en brigðul er kvenna ást.

Escamillo, heimsfrægur nautabani, rennur einnig hýru auga til Carmen – og þá vandast málin.

Sviðið er klárt og rómantísk ástarsagan stefnir óumflýjanlega í hryllilegan harmleik.

Kammeróperan, sem hefur fyrir löngu sannað sig sem einn kraftmesti óperuhópur landsins, heldur nýstárlegri yfirferð sinni á klassíkinni áfram og flytur Carmen á íslensku í nýrri útsetningu sem er einungis ætluð fjórum söngvurum og einum leikara.

Adolf Smári Unnarsson leikstýrir og þýðir textann en hann hefur á síðustu árum vakið mikla athygli fyrir óperuverkefni sín á borð við BRÍM og Ekkert er sorglegra en manneskjan.

Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara – sjáðu sígilda tónlistina vakna til lífsins í spennandi, eggjandi og átakamikilli uppfærslu.

Carmen er styrkt af Sviðslistasjóði

Leikstjórn og þýðing: Adolf Smári Unnarsson

Aðstoðarleikstjóri: Anna Kjeldahl

Leikmynd og búningar: Andri Hrafn Unnarson

Ljós: Fjölnir Gíslason

Hár og förðun: Íris Sveinsdóttir

Ljósmyndir: Sandijs Rukluks

Grafísk hönnun: Gunnar Ólafsson

Sviðshreyfingar: Bjartey Elín Hauksdóttir

Carmen: Kristín Sveinsdóttir

Don José: Eggert Reginn Kjartansson

Escamillo: Unnsteinn Árnason

Michaëla: Jóna G. Kolbrúnardóttir

Zuniga: Fjölnir Gíslason

Fiðla: Una Sveinbjarnardóttir

Kontrabassi: Jacek Karwan

Harmonika: Flemming Valmundsson

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger