Tjarnarbíó

13. - 21 February

Ticket prices from

ISK 8,900

Kammeróperan snýr aftur í Tjarnarbíó með eina af vinsælustu óperum sögunnar í

glænýjum búning.

Stolt, ástríða og afbrýðisemi eru rauði þráðurinn í Carmen eftir Georges Bizet. Don José,

ungur skyldurækinn hermaður, verður hugfanginn af hinni heillandi og óútreiknanlegu

Carmen. Svo ákaft brennur hjarta hans af þrá að ekkert getur stöðvað hann í að hlaupast

á brott með henni, ekki einu sinni æskuástin Michaëla. Don José kastar lífi sínu á glæ

fyrir spennu og óvissu en brigðul er kvenna ást. Escamillo, heimsfrægur nautabani,

rennur nefnilega einnig hýru auga til Carmen og þá vandast málin. Sviðið er klárt og

rómantísk ástarsagan stefnir óumflýjanlega í hryllilegan harmleik.

Kammeróperan, sem hefur fyrir löngu sannað sig sem einn kraftmesti óperuhópur

landsins, heldur nýstárlegri yfirferð sinni á klassíkinni áfram og flytur Carmen á

íslensku í nýrri útsetningu sem er einungis ætluð fjórum söngvurum og einum leikara.

Adolf Smári Unnarsson leikstýrir og þýðir textann en hann hefur á síðustu árum vakið

mikla athygli fyrir óperuverkefni sín á borð við BRÍM og Ekkert er sorglegra en

manneskjan. Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara og sjáðu sígilda

tónlistina vakna til lífsins í spennandi, eggjandi og átakamikilli uppfærslu.

Carmen er styrkt af Sviðslistasjóði

Hlutverk:

Carmen - Kristín Sveinsdóttir

Don José - Eggert Reginn Kjartansson

Escamillo - Unnsteinn Árnason

Michaëla - Jóna G. Kolbrúnardóttir

Hljómsveit:

Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

Flemming Valmundsson, harmonika

kontrabassi

Listrænt teymi:

Leikstjórn og þýðing: Adolf Smári Unnarsson

Leikmynd og búningar: Andri Hrafn Unnarson

Ljós: Fjölnir Gíslason

Hár og förðun: Íris Sveinsdóttir

Ljósmyndir: Sandijs Rukluks

Grafísk hönnun: Gunnar Ólafsson

Framleiðsla: Kammeróperan

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger