Tilboð mánaðarins

Tjarnarbíó

2 shows

Ticket prices from

ISK 2,000

Fyrsti leiklesturinn í leiklestrarröðinni Tilboð mánaðarins er verk austurríska leikskáldsins, Werner Schwab, Öndvegiskonur í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar.

Halldóra Geirharðsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttur ríða á vaðið og lesa hlutverk Öndvegiskvennanna þriggja sem kúldrast saman í kjallaraíbúð og fara yfir örlög þeirra og drauma um hvernig líf þeirra hefði getað orðið. Þær kafa úr heimsmálunum niður í klósett mektarmanna af einskærum sóðaskap og kómískri hryggð.

Öndvegiskonur eða Die präsidentinnen var fyrsta verk Schwab og var það fyrst frumsýnt í Vínarborg árið 1990. Verkið var innblásið af lífi móður hans og örlögum kvenna sem tilheyrðu lægstu stéttinni í Austurríki áratugina eftir síðari heimsstyrjöldina. Árið 2001 voru Öndvegiskonurnar frumsýndar á litla sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Með hlutverk kvennanna í uppsetningu Borgarleikhússins fóru þær Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.

Annan þriðjudag hvers mánaðar í vetur er boðið upp á leiklestra undir listrænni stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur og Gígju Hilmarsdóttur. Öndvegiskonur í leiklestri Halldóru Geirharðs, Rósu Guðnýjar og Steinunnar Ólínu er tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger