Tilboð mánaðarins

Tjarnarbíó

2 shows

Ticket prices from

ISK 2,000

Annar leiklesturinn í leiklestrarröðinni Tilboð mánaðarins er hið eina sanna Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, í þýðingu Árna Ibsens.

Beðið eftir Godot er eitt merkasta leikverk leiklistarsögunnar og olli straumhvörfum í sögu leikritunar. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna á tímum tækni og framfara, á tímum guðleysis, á tímum trúarþarfar. Vladimir og Estragon bíða eftir Godot. Þeir hafa orð á því að hengja sig en eru ekki með reipi við höndina. Þeir ákveða að skilja en einmanaleikinn er þeim um megn. Þeir bíða. Þeir rífast, gráta og syngja. Og bíða. Ekkert gerist. Og svo gerist ekkert aftur.

Aðeins þeir ungu þora að takast á við slíka klassík og hér stíga á svið framtíð íslenskrar sviðslista Elínborg Una Einarsdóttir, Benjamín Kristján Jónsson, Hertha Kristín Benjamínsdóttir, Ingi Þór Þórhallson og Sigurður Ingvarsson.

Annan þriðjudag hvers mánaðar í vetur er boðið upp á leiklestra undir listrænni stjórn Önnu Maríu Tómasdóttur og Gígju Hilmarsdóttur. Brakandi ferskt sviðslistafólk tekst á við ultimate klassík er tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Leiklestrarnir eru í samvinnu við Leikminjasafn, Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur við safnið tekur þátt í umræðum eftir lesturinn og deilir sögulegum gögnum um fyrri sýningar með áhorfendum.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger