© 2025 Tix Ticketing
Reykjanesbær
•
5 September
Sale starts
8 August 2025 at 10:00
(in 4 hours)
Heimatónleikar í Gamla bænum verða á Ljósanótt, föstudagskvöldið 5. september, og er það í níunda skiptið sem þessi vinsæli viðburður fer fram.
Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á nokkrum heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna.
Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 8. ágúst kl. 10:00 á Tix.is og armböndin verða afhent í Geimsteini, Skólavegi 12, fimmtudag 4. sept og föstudag 5. sept milli kl. 17 - 19.
Listafólkið sem kemur fram í ár er eftirfarandi: Góss, BlazRoca, Helgi Björnsson, Eyþór Ingi og Rúnar Júl 80 ára heiðurstónleikar.