© 2025 Tix Ticketing
Harpa
•
15 November
Ticket prices from
ISK 4,990




50 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR SUMAR Á SÝRLANDI
Tímamótaverkið Sumar á Sýrlandi sem kom út 17. júní 1975 og stendur því á hálfrar aldar tímamótum, verður af því
tilefni flutt í heild sinni í herlegri Stuðmannaveislu í Eldborg laugardaginn 15. nóvember.
Margar af stærstu söngstjörnum þjóðarinnar munu flytja þessi ástsælu lög auk fjölmargra af stærstu lögum
Stuðmanna frá upphafi.
Bubbi, Bríet, Friðrik Dór, Mugison, Magni og Salka Sól slást í hóp Stuðmanna og flytja mörg af ástsælustu lögum þjóðarinnar.
Auk Jakobs Frímanns hafa nú tilkynnt komu sína sjálfir lykilhöfundarnir og upphaflegu flytjendur þessara sögufrægu laga, þeir Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla, en þessir þrír hafa ekki komið fram saman á Stuðmannasviði síðan 1976.
Hér er því sannkallaður tímamótaviðburður í uppsiglingu.

