© 2025 Tix Ticketing
Kristskirkja v/Landakot
•
11 September
Ticket prices from
ISK 5,900
Kammerkórinn Cantoque Ensemble mun heiðra eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans þann 11. september. Sönghópurinn mun flytja dagskrá af verkum tónskáldsins sem hann hefur samið fyrir a capella kór, eða kór án undirleiks, undir stjórn hins virta kórstjóra Bernharðs Wilkinson sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri. Arvo Pärt er eitt dáðasta tónskáld samtímans, draumkenndri tónlist hans hefur verið líkt við að hlustendur nálgist guðdóminn, enda sækir hann mikinn innblástur í kristna trú. Því þótti við hæfi að halda tónleikana í helgidóminum í Kristkirkju, Landakoti. Tónleikarnir hefjast kl 21.
Cantoque Ensemble er 10 manna atvinnukór sem hefur vakið verðskuldaða athygli frá stofnun árið 2017. Hann starfar mikið bæði hérlendis og erlendis og hefur í þrígang verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir söng sinn.