© 2025 Tix Ticketing
Ölfus - Strandarkirkja
•
6. - 27 July
Ticket prices from
ISK 4,500
Englar og menn
Hin árlega tónlistarhátíð, Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi hefst sunnudaginn 6. júlí nk. með tónleikum kl. 14. Hátíðin stendur yfir sem fyrr í júlímánuði og eru tónleikar alla sunnudaga kl. 14.
Þetta er fjórtánda starfsár hátíðarinnar en hátíðin hefur alla tíð verið vel sótt. Margir koma um langan veg á tónleika enda bera margir hlýjar taugar til Strandarkirkju, sem er þekkt áheitakirkja og þar þykir vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Kirkjan er einstaklega hljómfögur og því ljúft að njóta þar tónlistarflutnings og drekka í sig sögu og anda kirkju og staðar.
Á tónleikum hátíðarinnar hljómar allt frá íslenskum sönglögum, þjóðlögum og dægurflugum til evrópskrar ljóðatónlistar, klassískrar tónlistar og tónlistar íslenskra söngvaskálda í flutningi þjóðþekktra söngvara og hljóðfæraleikara. Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga.
Á opnunartónleikum hátíðarinnar koma fram feðgarnir Kristinn Sigmundsson bassi og Jóhann Kristinsson baritón og flytja íslensk og erlend sönglög. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með þeim á píanó og orgel.
Kristinn Sigmundsson hefur sungið yfir 100 óperuhlutverk í öllum helstu óperuhúsum heims í tæpa fjóra áratugi og unnið til Grammy verðlauna ásamt fjölda annara verðlauna. Sonur hans Jóhann var útnefndur söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2023 og hefur sungið með mörgum af virtustu sinfóníuhljómsveitum Evrópu.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Björg Þórhallsdóttir og aðgangseyrir er kr. 4.500.
Tónlistarhátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Dagskrá:
Sunnudagur 6. júlí kl.14
Jóhann Kristinsson baritón
Kristinn Sigmundsson bassi
Helga Bryndís Magnúsdóttir orgel / píanó
Sunnudagur 13. júlí kl. 14
Bernadett Hegyi sópran
Margrét Björk Daðadóttir alt
Márton Wirth orgel / píanó
Sunnudagur 20. júlí kl. 14
Prestur: Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir
Björg Þórhallsdóttir sópran
Elísabet Waage harpa
Hilmar Örn Agnarsson orgel
Sunnudagur 27. júlí kl.14
Lilja Guðmundsdóttir sópran
Bjarni Thor Kristinsson bassi
Ástríður Alda Sigurðardóttir orgel / píanó
MIÐASALA ER Á TIX.IS OG VIÐ INNGANGINN
Miðaverð er 4.500kr
Stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona.
Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.