Bjarni Ómar - Athvarf, útgáfutónleikar

Hlégarður

23 October

Sale starts

15 May 2025 at 15:00

(in 1 day)

Bjarni Ómar fagnar útgáfu fjórðu breiðskífu sinnar Athvarf

Bjarni hefur gefið út yfir tvo tugi laga sem komið hafa út á á fyrstu mánuðum þessa árs en auk þess gaf hann út sína blúsuðu útgáfu af lagi Bubba Morthens Stál og Hníf í upphafi árs 2024. Bjarni tók þátt í sýningu Borgarleikhússins NÍu Líf sem Alþýðububbi en auk þess kemur hann reglulega fram við ýmis tækifæri sem trúbador og með hljómsveitunum Nostal, Góðum í hófi og Kokkteil.

Bjarni hefur gefið út fimm LP sólóplötur og nokkrar smáskífur sem fengið hafa verðskuldaða athygli enda um vandaðar laga- og textasmíðar að ræða. Textar við lög Bjarna eru afar opinskáir og tilfinningaríkir og ekkert er dregið undan með persónulegri nálgun bæði í hans eigin textum sem og meðhöfunda.

Platan Athvarf markar nýjan kafla í tónlistarferli Bjarna ekki síst vegna þess að platan kom út í tveimur útgáfum upphaflega með íslenskum textum í janúar en í mars kom hún svo út með enskum textum undir heitinu Draw me ásamt einu aukalagi. Á tónleikunum verður flutt efni af nýju plötunum í bland við eldri lög af fyrri sólóplötum og nýlegum smáskífum.

Þetta kvöld verður fullt af skemmtilegheitum við bestu aðstæður í félagsheimili Mosfellinga Hlégarði.

Sjáumst 23. október í Hlégarði Mosfellsbæ.

Tónleikarnir hefjast kl 20:00, húsið opnar klst áður.

Eftirfarandi listamenn munu flytja lögin með glæsibrag:

  • Gestasöngvari - María Mjöll Guðmundsdóttir

  • Ágúst Leósson - Rafgítar

  • Daníel Birgir Bjarnason – Slagverk

  • Jón Karl Ólafsson - Hammondorgel, strengir

  • Níels Ragnarsson - Rafpíanó, Píanó og brass

  • Ragnar Z Guðjónsson – Trommur

  • Svavar H Viðarsson - Bassagítar

  • Þröstur Leósson – Rafgítar

  • Bakraddir - Aðalbjörg Ellertsdóttir og Guðrún Kristín Huldudóttir

Einnig koma fram meðlimir hljómsveitarinnar Góðum í hófi þeir:

  • Albert Pálsson - Hammondorgel, Píanó

  • Ásgrímur Guðmundsson – Sólógítar

  • Guðmundur Stefánsson – Trommur

  • Kristinn I Sigurjónsson – Bassagítar

  • Þórhallur Andrésson - Ryþmagítar

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger