© 2025 Tix Ticketing
The Reykjavík Edition
•
24 September
Sale starts
20 May 2025 at 10:00
(in 2 weeks)
Ráðstefna þar sem konur sem breytt hafa leiknum með einum eða öðrum hætti á sínu sviði koma fram og deila reynslu sinni. Komdu og finndu kraftinn innra með þér, fáðu ný verkfæri í kistuna þína, innblástur til þess að elta draumana og hugrekki til þess að taka næstu skref í eigin vegferð.
Miðvikudaginn 24. september næstkomandi bjóðum við til glæsilegrar ráðstefnu á Hótel Edition í Reykjavík sem ber yfirskriftina Konur sem breyttu leiknum.
Á þessari einstöku ráðstefnu færðu tækifæri til að heyra frá áhrifamiklum konum sem hafa mótað íslenskt samfélag, vakið athygli fyrir störf sín bæði hér og erlendis, veitt innblástur, rutt brautina og breytt leiknum á einn eða annan hátt. Konum sem hafa staðið í eldlínunni, stigið fram þegar á hefur reynt og mótað samfélagið okkar.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar koma úr fjölbreyttum hópum atvinnulífsins; viðskiptum, menningu, stjórnmálum, vísindum og tækni og listum sem dæmi– og munu deila reynslu sinni, áskorunum sem þær hafa yfirstigið, gefa góð ráð og opna dyr að sínum leiðum til árangurs.
Þetta er ekki aðeins tækifæri til að hlusta á framúrskarandi konur sem hafa haft áhrif heldur líka til að öðlast dýpri skilning á því hvernig leiðtogar og brautryðjendur móta heiminn í kringum okkur.
Konur sem breyttu leiknum er ráðstefna þar sem við heiðrum kraft kvenna, áhrifum þeirra og óstöðvandi afl. Þetta eru konurnar sem breyttu leiknum og nú er komið að þér.
Dagskrá:
8:30 – 15:00 – Fyrirlestrar
Morgunverður, kaffi, te og gos í boði yfir daginn
15:00 – Kokteilboð og tengslamyndun að lokinni dagskrá
Hverjar koma fram?
Guðríður Gunnlaugsdóttir
Titill: Stofnandi og eigandi Barnaloppunnar
Erindi: Guðríður fjallar um hlutverk Loppunnar til að efla samfélagslega ábyrgð og breyta neyslumynstri Íslendinga. Hún ræðir um mikilvægi endurnýtingar, hvernig fyrirtækið stuðlar að hugarfarsbreytingu í átt að sjálfbærari framtíð og hvernig við getum öll lagt okkar af mörkum í gegnum meðvitaðari neyslu. Með líflegu erindi og dæmum úr eigin reynslu veitir Guðríður innblástur um hvernig frumkvöðlastarf getur haft raunveruleg samfélagsleg áhrif.
Elín Elísabet Torfadóttir
Titill: Þróunarstýra hjá Spotify. Líffræðingur og tölvunarfræðingur
Erindi: Elín mun fjalla um hvernig leiðtogahæfileikar mótast þegar starfsferillinn liggur frá Íslandi, yfir til Indlands og að lokum í hjarta tækninar í Stokkhólmi. Á síðustu sjö árum sem þróunarstýra hjá Spotify hefur hún upplifað örar breytingar, óvænt tækifæri og áskoranir sem hafa krafist bæði áræðni og aðlögunarhæfni – og stundum, smá heppni. Hvaða eiginleikar skipta mestu máli fyrir konur sem vilja vaxa og leiða í síbreytilegu umhverfi?
Helga Braga Jónsdóttir
Titill: Leikkona, skemmtikraftur og flugfreyja
Erindi: Helga Braga Jónsdóttir leikkona flytur kraftmikla og skemmtilega hugvekju með sinni einstöku nærveru, húmor og innsæi.
Hulda Kr. Guðmundsdóttir
Titill: Framkvæmdarstjóri dk hugbúnaðar / Stjórnandi hjá Total Specific Solutions /Alþjóðamarkaðsfræðingur / markþjálfi
Erindi: Ert þú breytingin sem þú bíður eftir? Ég mun fjalla um hvernig raunveruleg áhrif byrja innan frá, að stíga fram, skapa tækifæri og vera hvati breytinga þvert á landamæri, sérstaklega þegar við förum ótroðnar slóðir.
Guðný Debora Jóhannsdóttir
Titill: Framkvæmdastjóri og stofnandi Blam ApS og stjórnarkona Katla Nordic
Guðrún Olsen
Titill: Senior Manager í stefnumótun hjá Tryg Forsikring A/S og stjórnarkona Kötlu Nordic
Erindi: Guðný og Guðrún eru búsettar í Kaupmannahöfn og sitja í stjórn KÖTLU Nordic, félags íslenskra kvenna í atvinnulífinu á Norðurlöndunum. Guðný og Guðrún munu segja frá KÖTLU Nordic og hvernig félagið hefur aukið sýnileika félagskvenna og haft áhrif á jafnrétti, ásamt því hvernig það er að vinna og/eða stunda nám sem Íslendingur á Norðurlöndunum.
Nína Dögg Filippusdóttir
Titill: Leikkona – Vesturport
Erindi: Frelsið að hugsa út fyrir boxið, tækifæri og hindranir
Sesselía Birgisdóttir
Titill: Stjórnandi hjá Högum
Erindi: Sesselía Birgisdóttir mun fjalla um hvernig hægt er að nýta vörumerkjafræðin til uppbyggingar á persónulegum starfsframa. Í erindinu fjallar hún um hvaða þættir við persónulega vörumerkjauppbyggingu vega þyngst og kynnir einfalda aðferðafræði sem að allir geta nýtt sér. Einnig deilir Sesselía persónulegum reynslusögum úr sinni vegferð og hvernig stefnumarkandi vörumerkjauppbygging hafði áhrif á hennar starfsframa. Sesselía hefur mikla reynslu bæði hérlendis og erlendis sem stjórnandi og hefur starfað við uppbyggingu og umbreytingu á vörumerkjum og sölu- og þjónustuleiðum fjölda stórra innlendra fyrirtækja.
Tilkynnt verður um fleiri fyrirlesara á næstu dögum.
Ráðstefnustjóri er Kolbrún Pálína Helgadóttir, fyrrum fjölmiðlakona, markaðssérfræðingur og markþjálfi.
Af hverju ættir þú að mæta?
Því þú ert hluti af þeirri kynslóð kvenna sem breytti leiknum.
Því draumar þínir og markmið skipta máli – og þú hefur alla burði til að gera þá að veruleika.
Hvort sem þú ert frumkvöðull, stjórnandi, nemi, listakona, íþróttakona, kennari eða bara kona með metnað og stórar hugmyndir – þá er þessi ráðstefna fyrir þig.
Dagurinn verður fullur af innblæstri, reynslusögum, hagnýtum ráðum,
kraftmiklum samræðum og tækifærum til að tengjast öðrum konum sem eins og þú geta haft áhrif og breytt leiknum.
Vertu með okkur. Vertu krafturinn sem breytir.
Við hlökkum til að sjá þig 24. september á Hótel Edition.