Kvennakór Reykjavíkur | Hnjúkaþeyr

Víðistaðakirkja

25 May

Ticket prices from

ISK 4,900

Kvennakór Reykjavíkur heldur vortónleika 25. maí undir yfirskriftinni Hnjúkaþeyr.

Lagavalið er kannski, líkt og veðurfyrirbærið hnjúkaþeyr, með þeim hætti að það er á köflum hvasst og hviðugjarnt, en þéttist, fellur ljúflega og veldur jafnvel skyndilegum hlýjindum þá aðallega í hjörtum söngkvenna og áheyrenda. Það má alltaf treysta á fjölbreytni í lagavali, tungumálum og tjáningu enda fátt skemmtilegra en að tjútta svolítið undir söngnum. Á tónleikunum mun kórinn syngja hið kraftmikla Fire eftir Katerina Gimon og munu konur sleppa fram af sér beislinu í flutningi þess. Sungið er um styrk, völd og galdur kvenna í lögunum What Happens When a Woman eftir Alexöndru Olsavsky, Famine song eftir Vida og Spinna minni Mistar Þorkelsdóttur. Kórinn reynir sig við finnskuna í laginu Kuulin äänen eftir Laura Jekabsone og einnig við íslensku perlurnar Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur og Draumaland Sigfúsar Einarssonar. Coldplay og Simon og Garfunkel verða svo á sínum stað.

Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Ágota Joó.

Verið öll velkomin í Víðistaðakirkju til að eiga með okkur í senn hressilega og ljúfa stund í Hnjúkaþey.

Miðaverð er kr. 4.900. Ónúmeruð sæti.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger