© 2025 Tix Ticketing
Bæjarbíó
•
26 March
Ticket prices from
ISK 6,900
Grétar Lárus Matthíasson eða “Grétar Matt” (Greddi Rokk) hefur nú loks gefið út sínu fyrstu sólóplötu og að því tilefni mun hann halda útgáfutónleika í bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni og öðru frábæru tónlistarfólki.Grétar er ekkert nýstirni í bransanum en hann er mörgum landsmönnum kunnugur enda spilað og sungið á allmörgum skemmtunum og uppákomum í gegnum tíðina. Hann hefur tekið þátt í alls kyns verkefnum og má þar nefna; Skonrokk, Nostalgíu verkefni Guðrúnar Árnýar og spilað með hinu ýmsu böndum.
Hljómsveitina skipa:
Hálfdán Árnason - Bassi
Ásmundur Jóhannsson - Trommur
Jóhann Friðrik Karlsson – Gítar
Gestirnir eru ekki af verri endanum og má þar nefna:
Sigríði Guðnadóttur sem gerði m.a garðinn frægan með laginu Freedom með Jet black joe.
Vignir Þór Stefánsson á hljómborð.
Sigurgeir Sigmundsson á pedalsteel og gítar.
Einnig munu nokkrir meðlimir úr kór Lindakirkju, einum flottasta kór landsins vera með.
Einnig verður eitt óvænt atriði.
Einstök kvöldstund sem engin ætti að missa af.