Nýdönsk í Bæjarbíói

Bæjarbíó

15. - 17 May

Ticket prices from

ISK 11,990

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói en hljómsveitin hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Í sumar hljóðrituðu piltarnir nýja breiðskífu á Suður Englandi sem heitir Í raunheimum og hefur farið ansi vel í landann. Á plötunni er meðal annars að finna lag ársins 2024 á Rás 2 og Bylgjunni; Fullkomið farartæki.  

Tónleikarnir í Bæjarbíói munu innibera vinsælustu lög sveitarinnar auk þess sem ekki er ólíklegt að nýmetið slæðist með og jafnvel sitthvað fleira. 

Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar verða þeir Guðmundur Pétursson, gítarleikari og Ingi Björn Ingason, bassaleikari.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger