© 2024 Tix Ticketing
Sykursalurinn
•
10. - 18 January
Ticket prices from
ISK 7,990
Glænýtt uppistand með nokkrum af vinsælustu uppistöndurum landsins.
Uppistandið Púðursykur sló rækilega í gegn síðasta vetur og alls mættu tíu þúsund gestir að sjá það. Meiri Púðursykur er glæný sýning þar sem Ari Eldjárn, Björn Bragi, Saga Garðarsdóttir, Dóri DNA, Jón Jónsson, Jóhann Alfreð og Emmsjé Gauti mæta aftur til leiks í fantaformi.
Á hverri sýningu koma fram fjórir uppistandarar auk kynnis. Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi.
Sykursalur er í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri, við Bjargargötu 1 í Reykjavík. Húsið opnar hálftíma áður en sýning hefst.