Skyld'það vera kórajól?

Guðríðarkirkja

4 December

Hinsegin kórinn og Spectrum syngja inn jólin.

Jólin eru yndislegasti tími ársins og nú bjóðum við ykkur upp á kórajól, þar sem Hinsegin kórinn og Spectrum koma saman. Við fögnum öllum hliðum jólanna, hvort sem það er snjókallastuð, kertaljós og knús, tregablendin fegurð eða jafnvel hinn ógnvænlegi yfirdráttur.

Þessir skemmtilegu tónleikar verða haldnir í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 20:00 og miðaverð er 5.500 krónur. Við tökum jólin á Hinsegin Spectruminu!

Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir og stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Meðleikari er Birgir Þórisson píanisti.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger