© 2024 Tix Ticketing
Langholtskirkja
•
7 December
Ticket prices from
ISK 2,500
Árlegir aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða í Langholtskirkju laugardaginn 7. desember kl. 17.00. Flutt verður fjölbreyt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Einsöngvari verður Íris Björk Gunnarsdóttir sópransönkona og Elísabet Waage leikur á hörpu. Almennt miðaverð kr. 3500, öryrkjar og eldri borgarar kr. 2500, frítt fyrir 14 ára og yngri
Söngsveitin Fílharmónía er 70 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Kórinn hefur flutt fjölbreytta tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar og heldur reglulega tónleika. Síðastliðið starfsár flutti kórinn Messu heilagrar Sesselju eftir Haydn ásamt einsöngvurum og hljómsveit við mikla hrifningu áheyrenda auk Stabat Mater eftir Antonín Dvorák og hlaut lof fyrir. Á efnisskrá kórsins á vormánuðum eru tónleikar 1. Febrúar með klassískum kórverkum, m.a. Sólhjartarljóði e. Jón Nordal og í mars 2025 mun kórinn flytja Heimsljós Tryggva M. Baldvinssonar sem hann samdi fyrir í tilefni af 50 ára afmæli kórsins og frumflutt var árið 2010. Kórinn hefur á undaförnum misserum unnið að hljóðritunum íslenskri kórtónlist og gefið út á helstu tónlistarstreymisveitum.