Míkhaíl Búlgakov, Meistarinn og Margaríta – námskeið undir handleiðslu Gunnars Þorra

Hótel Holt

23 October

Míkhaíl Búlgakov (1891–1940) fæddist í Úkraínu og lifði mikið umbrotaskeið á stuttri en viðburðaríkri ævi: rússnesku byltinguna, stofnun Sovétríkjanna og ógnarstjórn Stalíns. Búlgakov fluttist ungur til Moskvu þar sem hann skrifaði skáldsögur og leikrit leiftrandi af húmor, ádeilu og hugmyndaauðgi.

Gunnar Þorri Pétursson hefur tvívegis hlotið íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingar sínar á rússneskum bókmenntum, stýrt þáttaröðinni Rús sem sló rækilega í gegn í Ríkisútvarpinu og haldið úti rómuðum námskeiðum í glæsilegum salarkynnum Hótels Holts um jöfra rússneskra bókmennta: Dostojevskí, Púshkín, Tsjekhov og fleiri.

Að þessu sinni mun Gunnar Þorri ljúka upp undraheimum Búlgakovs og merkustu skáldsögu hans: Meistaranum og Margarítu. Djöfullinn mætir til Sovétríkjanna og setur allt á annan endann í einhverri göldróttustu skáldsögu samanlagðra heimsbókmenntanna, sprúðlandi meistaraverki sem fékkst ekki útgefið á sínum tíma og sætir enn á ný ritskoðun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Ástir, dulspeki, usli og máttur skáldskaparins. Það gerist varla betra.

Námskeiðið verður haldið fjögur miðvikudagskvöld (23. og 30. okt, 13. og 20. nóv.) og er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Sætafjöldi takmarkaður.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger