© 2024 Tix Ticketing
Tjarnarbíó
•
9 November
Ungleikur 2024 verður haldinn í Tjarnarbíói laugardaginn 9. nóvember þar sem fimm örverk eftir höfunda á aldrinum 16-25 verða frumflutt.
Ungleikur hefur verið vettvangur fyrir unga höfunda, leikstjóra, leikara og annað sviðslistafólk til að prófa sig áfram á stóra sviðinu frá árinu 2012. Viðburðurinn er hluti af Unglist sem er í nóvember á hverju ári.
Á hverju ári gefst 16-25 ára tækifæri að senda inn verk sem á að vera um 20 mínútur í flutningi, þar sem 4-5 verk verða valin af valnefnd og sett upp í samstarfi við listrænt teymi Ungleiks.
Verkin í ár eru eftirfarandi:
Bar-Dagur
eftir Theu Snæfríðu Kristjánsdóttur
Hann stendur á bak við barborðið flest kvöld. Þau koma og fara og pæla kannski ekkert mikið í honum, en hann veit að góð þjónusta fylgir þér ekki bara allt kvöldið, góð þjónusta fylgir þér allt lífið!
Leikstjóri: Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Lea Alexandra Gunnarsdóttir
Búningar og leikmynd: Ólafur Jökull Hallgrímsson
Leikarar: Krummi Kaldal, Molly Mitchell og Ólafur Jökull Hallgrímsson
Askur og Embla sitja uppi í tré
eftir Tómas Arnar Þorláksson
"Embla og Askur? Adam og Eva? Hvernig eiga þau að finna tilgang í tilgangslausum heimi þegar það eina sem þau vita er að þau eru í garði og það er tré og hvað er málið með þennan orm/snák?"
Leikstjóri: Tómas Arnar Þorláksson
Leikarar: Salka Gústafsdóttir, Vilberg Andri Pálsson, Mímir Bjarki Pálmason og Rán Ragnarsdóttir
Píanistinn
eftir Þór Ástþórsson
Það var píanisti, og hann dó. Eða hvað? Ok, jú hann dó... en af hverju? Nú hann dó vegna þess að... þúst, hann var að spila á píanóði?
Leikstjóri: Þór Ástþórsson
Leikarar: Árelía Mist Sveinsdóttir, Óðinn Gunnarson og Embla Mýrdal Jónsdóttir
Sænginni yfir minni
eftir Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Ég er búin að vera að hugsa... og þetta er bara einhver tilfinning sem hefur alltaf fylgt mér. Ég reyni að bæla hana niður en það gengur misvel. Ef ég væri alltaf að upplýsa fólk um hana þá gæti enginn horft í augun á mér.
Leikstjórn: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Leikarar: Elva María Birgisdóttir og Stefán Kári Ottósson
Búningar: Hulda Kristín Hauksdóttir
Ljósahönnun: Grímur Smári Hallgrímsson
Skot
eftir Júlíu Gunnarsdóttur
Hvað er betra en að fá sér einn drykk eftir erfiðan vinnudag? Sérstaklega þegar sá vinnudagur hafði í för með sér erfiðar ákvarðanir.
Leikstjóri: Hafsteinn Níelsson
Leikarar: Hólmfríður Hafliðadóttir, Killian G. E. Briansson og Vilberg Andri Pálsson
Aðstoðarleikstjóri/dramatúrg: Þorsteinn Sturla Gunnarsson
Verkefnastjóri Ungleiks 2024 er Magnús Thorlacius.