Saknaðarilmur

Þjóðleikhúsið

15 shows

Ticket prices from

ISK 7,550

Sýning ársins sem lætur engan ósnortinn

Saknaðarilmur fékk hreint magnaðar viðtökur á síðasta leikári og hlaut Grímuverðlaunin fyrir sýningu ársins, leikrit ársins, leikkonu ársins í aðalhlutverki og tónlist ársins. Alls hlaut sýningin átta Grímutilnefningar. Nokkrum aukasýningum hefur verið bætt við í nóvember og desember. Þessa sýningu verða allir að sjá!

Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin til þess að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra? Verkið er áhrifarík saga af lítilli, draumlyndri stúlku sem verður að manísku skáldi, ástföngnum fíkli og stórskemmtilegum sögumanni. Hún er brotin, beitt og brjáluð. Geta áföll gert okkur veik? Erfist þjáning á milli kynslóða?

Magnaður efniviður Elísabetar Jökulsdóttur öðlast nýtt líf á leiksviðinu í meðförum sama listræna teymis og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Einstaklega áhrifamikil sýning, gædd sjónrænum töfrum, um viðkvæm en brýn málefni sem snerta okkur öll.Sýningin verður einnig sýnd á leikferð til Akureyrar á leikárinu.

Saknaðarilmur
leikrit eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur

Leikstjórn: Björn Thors
Leikmynd: Elín Hansdóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Tónlist: Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóðhönnun: Skúli Sverrisson, Aron Þór Arnarsson, Ólöf Arnalds
Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir

Leikskrá

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger