© 2026 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
29. mars
Miðaverð frá
4.900 kr.




Á Pálmasunnudag, þann 29. mars kl. 17.00 flytur Strengjakvartettinn Siggi hið áhrifamikla verk Josephs Haydns, Sjö orð Krists á krossinum, í Hallgrímskirkju. Verkið var samið árið 1786 fyrir helgihald Föstudagsins langa í Cádiz á Spáni og er eitt af dýpstu og hugleiðsluríkustu verkum tónbókmenntanna.
Haydn mótaði síðar útgáfu fyrir strengjakvartett (Op. 51), sem oftast er flutt í dag. Verkið samanstendur af inngangi, sjö hægum „sónötum“ byggðum á síðustu orðum Krists.
Strengjakvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 og er meðal fremstu kammerhópum landsins. Kvartettinn hefur frumflutt fjölda nýrra verka, starfað náið með íslenskum og alþjóðlegum tónskáldum og komið reglulega fram á helstu tónlistarhátíðum Norðurlanda.

