© 2026 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
8. mars
Miðaverð frá
4.500 kr.




Syngjum saman fyrir Alzheimersamtökin
Komum saman, syngjum og eigum góða stund í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Guðrún Árný leiðir söngstundina, en hún er þekkt fyrir að skapa hlýja og skemmtilega stemningu og fá fólk með sér í söng, samveru og gleði.
Við hvetjum einstaklinga með heilabilun, aðstandendur þeirra og vini til að koma og njóta góðrar stundar saman – þar sem tónlistin leiðir veginn.
Með því að kaupa miða styðja gestir við starf Alzheimersamtakanna, sem vinna að því að veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning til einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra.
Takmarkaður fjöldi miða í boði.

