Framsækni og forysta: Hámarkaðu árangur þinn í störfum og daglegu lífi

Neskirkja

25. febrúar

Miðaverð frá

85.000 kr.

Framsækni og forysta

Hámarkaðu árangur þinn í starfi og daglegu lífi

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að listina að standa með sjálfum sér, tala skýrt og leiða aðra á trúverðugan hátt. Námskeiðið samanstendur af 6 kvöldum og er ætlað þeim sem vilja efla sig sem leiðtoga, jafnt í starfi sem í daglegu lífi.

Sönn og árangursrík forysta kemur að innan. Hún hvílir á þáttum á borð við sjálfsskilning, gildismat, framtíðarsýn og siðferði. Markviss þjálfun í framsögn og tjáningu myndar svo brú á milli hugsjóna og veruleika. Við þurfum að geta miðlað hugmyndum, vakið traust og að haft áhrif á fólk á jákvæðan hátt. Leiðtogar verða að geta tjáð sig af öryggi og beitt virkri hlustun.

Á námskeiðinu verður unnið með persónulegan vöxt þátttakenda, þeir fá tækifæri til að efla kosti sína og persónuleika með árangursríkum hætti.

Að námskeiðinu loknu mun þátttakandi:

  • Geta borið saman ólíka leiðtogastíla.

  • Geta bent á tilvik úr starfi og daglegu lífi sem tengjast forystu.

  • Hafa hæfni til að rýna fræðilega í raunveruleg dæmi um hagnýtingu kenninga á sviði forystu

  • Hafa hæfni til að leggja fram raunhæfa áætlun um hagnýtingu forystu.

  • Þekkja hvað felst í öruggri tjáningu og geta tjáð sig á blæbrigðaríkan hátt.

  • Þekkja aðferðir til að nýta sér sviðsskrekk og draga úr kvíða við að koma fram.

  • Þekkja hagnýtar aðferðir til að undirbúa og semja ræður og kynningar.

  • Geta komið máli sínu á framfæri á hnitmiðaðan hátt.

  • Geta haldið glærukynningar.

  • Getað kynnt sig og haldið uppi samræðum á mannamótum.

  • Geta tekið þátt í umræðum og fjallað um ólík málefni við ólík tilefni og látið að sér kveða í lýðræðissamfélagi.

Stjórnendur:

Sirrý Arnardóttir. Stjórnendaþjálfari, fyrirlesari og rithöfundur.

Dr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur og stundarkennari í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst

Verð, kr. 85.000. Fjölmargir eiga rétt á endurgreiðslu námskeiðagjalds frá sínu stéttarfélagi.

Innifalið:

Sex vikna hagnýtt námskeið. Haldið á ,,mannlífstorgi” í Neskirkju.

Diplomaskjal og myndir.

Hressing.

Eftirfylgni kaffispjall i boði tveimur mánuðum síðar.

Staður og stund:

Haldið á ,,Mannlifstorgi” Neskirkju við Hagatorg.

Sex miðvikudaga kl.18:00-21:00 frá og með 25.febrúar til 1.april.

Nánari upplýsingar sirry@sirry.is og schulischig68@gmail.com

Umsagnir um fyrri námskeið stjórnenda:

,,Ég mæli heilshugar með námskeiðum Sirrýjar í öruggri tjáningu og samskiptum. Hún hefur einstakt lag á að tala beint inn í raunverulegar aðstæður sjúkraliða og annarra fagstétta, með blöndu af fagmennsku, hlýju og húmor. Námskeiðin eru hagnýt, styrkjandi og nýtast jafnt í daglegu starfi, samskiptum við skjólstæðinga sem og í samstarfi og fundum. Þátttakendur fara út með skýr verkfæri og aukið sjálfstraust í tjáningu sinni.”

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélag Íslands

,,Það var sönn ánægja að sitja námskeiðið Þjónandi forysta með Séra Skúla. Sum námskeið skilja einfaldlega meira eftir en önnur. Hugamyndafræði Robert Greenleaf um hinn þjónandi leiðtoga hitti mig beint í hjartastað, en mikilvægur hluti af þeim hughrifum er einlæg og skemmtileg framsetning Skúla á námsefninu. Þjónandi forysta er ekki einhver óraunhæf og rómantísk nálgun á nútíma stjórnarhætti; heldur fullkomlega raunhæf og sjálfbær hugmyndafræði sem einfaldlega virkar. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði"

Svanberg Halldórsson

Rekstrarstjóri verslana Hagkaupa

Nánari upplýsingar og fleiri umsagnir er að finna hér.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger